Hræðist ekki að missa af stórum augnablikum

George Clooney.
George Clooney. AFP

Leikarinn George Clooney segist ekki hræðast það að missa mögulega af stórum augnablikum í lífi barna sinna í framtíðinni. Hann segist frekar vona að hann verði orðinn gamall og ruglaður þegar dóttir hans fer að kynna hann fyrir tilvonandi mökum í framtíðinni. 

Clooney, ásamt móttleikkonu sinni í Ticket to Paradise Juliu Roberts, ræddi við Hodu Kotb um framtíðina í spjallþætti hennar á dögunum. Kotb eignaðist börn seint á lífsleiðinni líkt og Clooney en hann er 61 árs í dag og á fimm ára tvíbura með eiginkonu sinni Amal Clooney. 

Hotb spurði út í framtíðina áhyggjurnar af því að missa af stórum augnablikum. „Nei ég er hrifinn af hugmyndinni um að ég verði orðinn ruglaður þegar dóttir mín fer að fara á stefnumót,“ sagði Clooney og lék dóttur sína kynna sig fyrir ungum manni og hann svarar: „Já, mér finnst ristað brauð gott“. 

Roberts svaraði af meiri alvöru en mótleikari hennar og sagði að fólk eignaðist börn þegar það væri tilbúið til þess. Sjálf var hún orðin 37 ára þegar hún eignaðist börnin sín, en hún á tvíbura líkt og Clooney sem eru 17 ára og svo son sem er 15 ára. 

„Ég hitti eiginmann minn þegar ég var tilbúin. Þú hittir Amal þegar þú varst tilbúinn. Og við fáum þessi börn inn í líf okkar þegar við erum tilbúin til að vera góðir foreldrar,“ sagði Roberts.

Julia Roberts og George Clooney.
Julia Roberts og George Clooney. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert