Andri og Sonja eiga von á öðru barni

Andri Steinn Hilmarsson og Sonja Anaís Ríkharðsdóttir Assier eiga von …
Andri Steinn Hilmarsson og Sonja Anaís Ríkharðsdóttir Assier eiga von á annarri dóttur. Ljósmynd/Facebook

Andri Steinn Hilmarsson, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, og unnusta hans Sonja Anaís Ríkharðsdóttir Assier eiga von á sínu öðru barni saman. 

Andri Steinn greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í gær en fjölskyldan var stödd í Boston í Bandaríkjunum yfir þakkargjörðarhátíðina. 

„Við erum þakklát fyrir stækkandi fjölskyldu, en önnur Andradóttir mætir í maí 2023,“ skrifar Andri á Facebook. Fyrir eiga þau Sonja dótturina Ármeyju Iðunni. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is