Íslandsvinir orðnir tveggja barna foreldrar

Brittany Matthews og Patrick Mahomes eru orðin tveggja barna foreldrar.
Brittany Matthews og Patrick Mahomes eru orðin tveggja barna foreldrar.

NFL-kappinn Patrick Mahomes og eiginkona hans Brittany Mahomes eignuðust sitt annað barn á mánudag. Í heiminn kom lítill drengur. 

Þau sögðu frá fæðingu sonar síns í sameiginlegri færslu á Instagram. Litli drengurinn hefur fengið nafnið Patrick Bronxe Lavon Mahomes III. 

Fyrir eiga þau hjónin dótturina Sterling Skye sem verður tveggja ára á næsta ári. 

Mahomes-hjónin eru miklir Íslandsvinir en hún var búsett hér á landi sumarið 2017 þegar hún lék með fótboltaliði Aftureldingar/Fram. Hann heimsótti hana reglulega en hann er í dag leikstjórnandi Kansas Chiefs. 

mbl.is