Glímt við fæðingaþunglyndi í meira en ár

Leikkonan Mena Suvari tók á móti sínu fyrsta barni ásamt …
Leikkonan Mena Suvari tók á móti sínu fyrsta barni ásamt eiginmanni sínum, Michael Hope, í apríl 2021. LUCAS JACKSON

Leikkonan Mena Suvari tók á móti sínu fyrsta barni í apríl 2021, en hún segist enn glíma við fæðingarþunglyndi á hverjum degi þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá því sonur hennar kom í heiminn. 

Suvari opnaði sig um reynslu sína af fæðingarþunglyndi í hlaðvarpsþættinum Broad Ideas. „Ég glími við fæðingarþunglyndi á hverjum degi. Ég er að fara í hormónapróf í næsta mánuði, svo já, þetta er allt mjög raunverulegt. Ég glími við þetta á hverjum degi,“ sagði hún. 

Hún segir stærstu áskorunina frá fæðingu sonar síns hafa verið að átta sig á því að það sé í lagi að fara út úr húsi og eyða tíma ein með sjálfri sér. „Ég man að ég sat á svölunum okkar og sagði: „Ég verð að fara út úr húsinu. Ég verð að komast út úr húsinu.“ Maðurinn minn sagði mér að ég gæti farið, til dæmis í göngutúr, en ég hélt að ég gæti það ekki,“ bætti Suvari við. 

Upplifði erfiða æfingu

Leikkonan ræddi líka um hversu erfið fæðingin hafi verið, en eftir að hafa verið með hríðar í yfir 48 klukkustundir fóru draumar hennar um náttúrulega fæðingu út um gluggann, en hún var send í bráðakeisara. 

„Við sem mæður eigum rétt á þessum tilfinningum, og bara vegna þess að ég á fallegt barn sem er fullkomlega heilbrigt, dásamlegan mann, við höfum komist út af spítalanum, finnst mér samt eins og ég megi vera sorgmædd yfir fæðingunni sem ég upplifði,“ sagði Suvari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert