Dans góður fyrir heilaþroska barna

Börn elska að dansa og hafa mjög gott af því.
Börn elska að dansa og hafa mjög gott af því. Kristinn Magnússon

Barnalæknir segir dans vera mikilvægan í þroska barna og frábæra leið til þess að bæta heilsuna.

„Dans er mjög mikilvægur og eðlislægur hlutur í lífi mannsins. Um leið og börn læra að standa og ganga þá byrja þau að dansa. Börn hafa mikinn áhuga á að dansa því dansinn smitar út frá sér. Við elskum öll að hreyfa okkur í takt og það er því ekki að undra að börn geri það líka.“

„Margir foreldrar fara með börnin á dansnámskeið og þannig fá þau tækifæri til þess að hreyfa sig og hitta önnur börn. Þá er dans góð æfing fyrir heilann. Börn læra að einbeita sér, fylgja leiðbeiningum, leggja á minnið hreyfingar og svo margt fleira. Því fyrr sem þau byrja því betra,“ segir Dr Marty Hirst.

Leið til að þroska sjálfsöryggi

Danskennarinn Kaitlin Hague segir hip hop dansinn vera frábær hreyfing.

„Maður getur fengið mjög mikla hreyfingu á að dansa hip hop. Börnin komast í frábært form en þjálfa auk þess jafnvægi, sveigjanleika og samhæfingu. Þá öðlast börnin meira sjálfsöryggi.“

„Oft á tíðum fá börnin að dansa frjálst og er þetta því frábær leið til þess að þroska með sér sköpunarkraft og tjáningu. Þá er dans frábær leið til þess að fá útrás.“

Kynnast öðrum börnum

Hague bendir líka á að það sé mikilvægt fyrir börn að kynnast öðrum börnum utan skólans. „Það gefur þeim dýpri skilning á því hver þau séu í öðrum aðstæðum en venjulega. Þetta er líka mikilvægt fyrir stráka þar sem þeir hafa kannski ekki margar karlkyns fyrirmyndir í dansi sem geta hvatt þá áfram og veitt þeim innblástur.“

„Við dönsum við vinsælustu lögin hverju sinni og börnin gleyma að þau séu að læra. Þetta er bara of skemmtilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert