Lúðvík stal senunni í jóladagsmessu

Lúðvík bræddi hjörtu þeirra sem söfnuðust saman fyrir utan kirkjuna …
Lúðvík bræddi hjörtu þeirra sem söfnuðust saman fyrir utan kirkjuna í Sandringham. AFP

Lúðvík prins af Wales, yngsta barn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu, fékk að koma með í messu á jóladag í fyrsta sinn. Lúðvík litli fór á kostum eftir messuna, heilsaði fólkinu fyrir utan og bræddi svo hjörtu viðstaddra þegar hann kallaði á hlaupum til systur sinnar. 

Lúðvík er fjögurra ára gamall og hefur ekki áður komið með í messu á jóladag. Hefur konungsfjölskyldan ekki sótt messuna síðan 2019 vegna heimsfaraldursins.

Prinsinn var ekki sá eini sem kom í messuna í fyrsta sinn, en Beatrice prinsessa, dóttir Andrésar Bretaprins, og eiginmaður hennar, Edoardo Mapelli Mozzi, komu með son hans, Wolfie, í fyrsta sinn. Hann er sex ára gamall. 

Lúðvík var að öllum líkindum klæddur í föt af eldri bróður sínum, Georg prinsi, stuttbuxur, háa sokka og svo í sparikápu yfir.

Georg og Karlotta komu líka í messuna, en þau eru …
Georg og Karlotta komu líka í messuna, en þau eru meiri reynsluboltar heldur en litli bróðir þeirra Lúðvík. AFP
Lúðvík og Karlotta.
Lúðvík og Karlotta. AFP
Með afa.
Með afa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert