Barneignir setja pressu á sambönd

Paltrow ásamt dóttur sinni Apple.
Paltrow ásamt dóttur sinni Apple.

Gwyneth Paltrow segir barneignir setja mikið álag á sambönd. Leikkonan ræddi þessi mál við söngkonuna Katy Perry í Goop hlaðvarpinu. 

„Þetta getur farið illa með sambönd. Maður lítur á tölfræðina og sér það svart á hvítu.“

Perry tók undir með Paltrow og sagði að barneignir breyttu samböndum og fólki almennt. En svo lengi sem fólk sé samstíga þá getur það komist í gegnum þessi erfiðu ár.

„Ég held að ef báðir aðilar í sambandinu eru reiðubúin til þess að leggja sitt af mörkum þá verður allt mun auðveldara,“ sagði Perry.

„En ef einn telur sig ekki þurfa að gera neitt þá er það mikil áskorun fyrir sambandið.“

Báðar eru þær þó sammála um hversu gefandi það sé að eiga börn.

„Ég upplifði aldrei einmanaleika eftir að ég eignaðist Apple. Áður hafði ég verið afar einmana í lífinu.“

Perry tók undir með Paltrow en hún á tveggja ára dóttur, Daisy með leikaranum Orlando Bloom. Áður hafði henni fundist hún vera týnd og að allt sem hún gerði væri ekki nógu gott. Þar til hún upplifði skilyrðislausa ást barnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert