Nefndi dótturina eftir nærfatarisanum

Jasmine Tookes tók á móti sínu fyrsta barni hinn 23. …
Jasmine Tookes tók á móti sínu fyrsta barni hinn 23. febrúar síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi Victoria's Secret-fyrirsætan Jasmine Tookes er orðin móðir. Hún og eiginmaður hennar, Juan David Borrero, tóku á móti sínu fyrsta barni hinn 23. febrúar síðastliðinn. 

Stúlkan hefur þegar fengið nafnið Mia Victoria. Tookes birti fallega færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún tilkynnti komu og nafn Miu.

View this post on Instagram

A post shared by Jasmine Tookes (@jastookes)

Óléttutilkynning í Vogue

Tookes og Borrero kynntust árið 2016 og trúlofuðu sig árið 2020. Ári síðar giftu þau sig við glæsilega athöfn í Ekvador, en Borrero er sonur Alfredo Borrero, varaforseta Ekvadors.

Þau tilkynntu óléttuna svo með fallegum myndum úr myndatöku fyrir tískutímaritið Vogue í nóvember síðastliðnum. 

mbl.is