Iceland Express boðar áætlunarflug til Kanada

Iceland Express.
Iceland Express.

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Winnipeg í Kanada næsta sumar. Flogið verður einu sinni til tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, frá og með júníbyrjun.   Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 27 og hafa þeir aldrei verið fleiri, samkvæmt tilkynningu. 
 
Winnipeg er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Manitoba í Kanada.  Hátt í 1.300 þúsund manns búa í Manitoba. 

mbl.is