Ólafur Elíasson með límmiða í farteskinu

Ólafur Elíasson er fjölhæfur listamaður sem hefur komið víða við …
Ólafur Elíasson er fjölhæfur listamaður sem hefur komið víða við í grein sinni. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir

Samstarfið felst í að Ólafur hefur hannað tæplega fimmtíu tegundir límmiða á ferðatöskur með ýmiss konar skilaboðum sem eiga það sameiginlegt að vekja upp umtal og jafnvel hugrenningartengsl við umhverfið og umhverfisvernd.

Límmiðarnir tengjast allir náttúrunni á einhvern máta.
Límmiðarnir tengjast allir náttúrunni á einhvern máta. mynd/Rimova.com

Margir af límmiðunum eru myndir af fallegum steinum á meðan aðrir eru orð sem tengjast umhverfinu. Knippið af límmiðunum kostar rúmlega 40 þúsund krónur og rennur ágóði af sölunni til Little Sun sjóðsins en það er sjóður sem Ólafur stendur fyrir og einbeitir sér að því að finna leiðir til að nýta sólarorku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert