Heitasta matarborg heims

Niðurstaða könnunarinnar leiddi í ljós að París er heitasta matarborg …
Niðurstaða könnunarinnar leiddi í ljós að París er heitasta matarborg í heimi. Ljósmynd/Pixabay

Reykjavík verður sífellt meiri matarborg og endurspeglast það í flóru veitingahúsa í borginni, það eru þó líklega færri ferðamenn sem heimsækja landið til þess eins að gæða sér á íslenskum mat. Öðru máli gegnir þó um París, höfuðborg Frakklands, en hún hefur lengi vel verið þekkt sem vagga matarmenningar í heiminum. Vefsíðan Globehunters hratt af stað könnun um daginn þar sem lesendur voru meðal annars beðnir um álit á helstu matarborgum heimsins og niðurstaðan var sú að París trónir enn á toppnum. Það kemur kannski á óvart að Tokyo, höfuðborg Japans, er í öðru sæti en þriðja sætið fór til Barcelona á Spáni. Í fjórða og fimmta sæti voru svo Lissabon og London.

Niðurstöður úr könnuninni má skoða frekar hér.

mbl.is