Allt sem er bleikt, bleikt

Veitingastaðurinn er líklega sá bleikasti í heimi.
Veitingastaðurinn er líklega sá bleikasti í heimi. Ljósmynd/MaMa Kelly

Þrátt fyrir lítinn matseðill og bleikan lit hvarvetna er þessi 1.000 fermetra staður ansi vinsæll. Að sögn eigenda var ákveðið að taka smá áhættu en á sama tíma skera sig frá öllum öðrum veitingastöðum.

Veitingastaðurinn er fagurlega hannaður.
Veitingastaðurinn er fagurlega hannaður. Ljósmynd/MaMa Kelly

Bleikur litur er í eftirlæti hjá öðrum eigandanum og því var sá litur valinn til að skreyta staðinn. Það er þó eitt svæði á veitingastaðnum sem ekki er bleikt og það er leynilegur bar sem einungis er opinn fyrir hópa.

Á matseðlinum er einungis að finna humar og kjúkling.
Á matseðlinum er einungis að finna humar og kjúkling. Ljósmynd/MaMa Kelly
mbl.is