Tíu fegurstu smábæir Evrópu

Samsett mynd

Við könnumst mörg við stóru borgirnar í Evrópu sem eru margar hverjar efst á lista ferðaunnenda, enda þekktar fyrir mikla fegurð og ríka sögu. Í Evrópu leynast hins vegar fjölmargir fallegir smábæir sem eru vissulega minna þekkir, en ekki síður fallegir. Þeir eru hinn fullkomni staður fyrir þá sem dreymir um ferðalög innan Evrópu en kjósa að halda sig fjarri mannþröng og asa stórborganna. 

Ferðavefurinn tók saman tíu smábæi í Evrópu sem þykja með þeim fegurstu.

Bled í Slóveníu

Það er góð ástæða fyrir því að Bled-vatnið er einn vinsælasti áfangastaður Slóveníu, enda verður útsýnið ekki mikið betra. Það er þó fleira en útsýnið sem dregur ferðamenn að bænum, en hann þykir afar heillandi. Íbúafjöldi í bænum er um 8.171 manns. 

Bled, Slóveníu.
Bled, Slóveníu. Ljósmynd/Unsplash/Johnny Africa

Portree í Skotlandi

Mikil náttúrufegurð umlykur Portree sem talinn er vera einn af mest sjarmerandi litlum bæjum Bretlands þar sem raðir af pastellituðum húsum gleðja sannarlega augað. Íbúafjöldi í Portree er um 2.480 manns. 

Portree, Skotlandi.
Portree, Skotlandi. Ljósmynd/Unsplash/Colin and Meg

Dinant í Belgíu

Dinant er lítill bær sem er staðsettur við klettasvæði við Muse-ána í Belgíu. Bænum er oft líkt við sviðsmynd úr Disney-kvikmynd, með ótrúlegri gotneskri dómkirkju og köstulum frá 16. öld. 

Dinant, Belgíu.
Dinant, Belgíu. Ljósmynd/Unsplash/Diogo Brandao

Hallstatt í Austurríki

Það er eitthvað alveg einstakt við Hallstatt, enda óneitanlega einn fallegasti smábær í Evrópu. Í bænum finnur þú kirkjur frá 12. öld, iðandi markaðstorg og heilan helling af notalegum veitingastöðum. Íbúafjöldi í Hallstatt er um 779 manns. 

Hallstatt, Austurríki.
Hallstatt, Austurríki. Ljósmynd/Pexels/Aliaksandra Liebers

Giethoorn í Hollandi

Bærinn, sem oft er kallaður „Feneyjar Hollands“ hefur enga vegi, aðeins hjólastíga og síki. Það er vinsælt að skoða bæinn með báti, eða á skautum yfir vetrarmánuðina. Íbúafjöldi í Giethoorn er um 2.620 manns. 

Giethoorn, Hollandi.
Giethoorn, Hollandi. Ljósmynd/Unsplash/

Assos á Grikklandi

Assos er heillandi þorp sem er umkringt hinu bláa Miðjarðarhafi. Þar er íbúafjöldi aðeins um 88 manns og því tilvalin staður fyrir þá sem vilja komast í rólegt frí fjarri asa stórborganna. 

Assos, Grikklandi.
Assos, Grikklandi. Ljósmynd/Unsplash/Victor Malyushev

Reine í Noregi

Bærinn er staðsettur á eyjunni Moskenesøya í Lófóten-eyjaklasanum í norðvesturhluta Noregs. Þetta litríka fiskiþorp er umkringt fallegum fjöllum og ísköldum sjónum, en þar er íbúafjöldi um 314 manns. 

Reine, Noregi.
Reine, Noregi. Ljósmynd/Unsplash/Ben Wicks

Guimarães í Portúgal

Guimarães er í norðurhluta Portúgal, en bærinn er oft kallaður „vögguborg“ Portúgals þar sem fyrsti konungur landsins, Afonso Henriques, fæddist í bænum í byrjun 1100. Miðbærinn er skráður á heimsminjaskrá UNESCO með einstakri portúgalskri byggingarlist sem nær 600 ár aftur í tímann. Íbúafjöldi í bænum er um 152.309 manns. 

Guimaraes, Portúgal.
Guimaraes, Portúgal. Ljósmynd/Unsplash/Bruno Martins

Český Krumlov í Tékklandi

Bærinn er oft sagður vera litla útgáfan af stórborginni Prag, en hægt er að ganga þvert yfir bæinn á innan við 30 mínútum. Falleg rauð þök, gotneskir kastalar og falleg torg með gosbrunnum einkenna borgina sem hefur um 13.056 íbúa. 

Český Krumlov, Tékklandi.
Český Krumlov, Tékklandi. Ljósmynd/Unsplash/Micaela Parente

Lauterbrunnen í Sviss

Alpabærinn Lauterbrunnen er einstaklega fallegur, en umhverfið er þó það sem stelur algjörlega senunni. J. R. R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, notaði bæinn sem innblástur fyrir hinn skáldaða Rivendell-dal í Hringadróttinssögu. Íbúafjöldi bæjarins er um 2.452 manns.

Lauterbrunnen, Sviss.
Lauterbrunnen, Sviss. Ljósmynd/Unsplash/Yura Lytkin
mbl.is