Fjölmennustu borgir heims

Sjanghæ í Kína er ein af stærri borgum í heimi.
Sjanghæ í Kína er ein af stærri borgum í heimi. Ljósmynd/WorldAtlas

Talið er að mesta fjölgun íbúa verði í Asíu og þá sérstaklega Indlandi og Kína. Fyrir nokkru tóku Sameinuðu þjóðirnar saman lista yfir fjölmennustu borgir heims, eftirfarandi eru þær fimm sem skipuðu efstu sætin.

5. São Paulo

Fjölmennasta borg Brasilíu er í fimmta sæti yfir allan heiminn en í borginni búa rúmlega 20 milljónir manns. Bílaumferð er þung í borginni og getur tekið allt að tvo klukkutíma að komast á milli staða.

Sólsetur í Sao Paulo.
Sólsetur í Sao Paulo. Ljósmynd/ColorBox

4. Mexíkóborg

Í höfuðborg Mexíkó, Mexíkóborg, búa rúmlega 21 milljón manns. Borgin státar af stærsta neðanjarðarlestarkerfi í Rómönsku-Ameríku sem flytur daglega 4 milljónir farþega á milli áfangastaða.

Hin litríka Mexíkóborg.
Hin litríka Mexíkóborg. Ljósmynd/Colourbox

3. Sjanghæ

Tæpar 24 milljónir manns búa í þessari stærstu borg Kína og fer íbúum fjölgandi. Ef nafnið á borginni er túlkað yfir á íslensku myndi hún nefnast borgin við hafið sem á vel við þar sem í henni er að finna stærstu höfn heims.

Horft yfir háhýsin í Delí.
Horft yfir háhýsin í Delí. Ljósmynd/Wikipedia

2. Delí

Á meðal rúmlega 25 milljóna íbúa í Delí á Indlandi búa um 23 þúsund milljónamæringar og 18 milljarðarmæringar en þess utan er að finna mikla fátækt í þessari stóru borg.

Fjölmennasta borg í heimi, Tokyo.
Fjölmennasta borg í heimi, Tokyo. Ljósmynd/Colourbox

1. Tokyo

Tokyo er bæði höfuðborg og stærsta borg Japans en í henni búa hvorki meira né minna en 37 milljónir manns. Í borginni eru óvenjufáir skýjakljúfar miðað við aðrar stórborgir en það útskýrist að mestu leyti af byggingarreglum vegna jarðskjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert