Um heimsins höf að hætti Mörtu Stewart

Ævintýraferð sem enginn aðdáandi Mörthu Stewart ætti að láta framhjá …
Ævintýraferð sem enginn aðdáandi Mörthu Stewart ætti að láta framhjá sér fara. Ljósmynd/MSC Cruises

Þetta er ævintýri sem enginn aðdáandi Mörthu ætti að láta framhjá sér fara en meðal annars verður boðið upp á skoðunarferðir í anda Mörthu þar sem farið verður í reiðtúr á fagurri strönd, gengið um heillandi náttúru og spennandi markaðir heimsóttir. Engan þarf að undra að matreiðsla verður í hávegum höfð í þessari ævintýraferð en gestir geta sótt matreiðslunámskeið um borð og farið í sérstakar matarskoðunarferðir á áfangastöðum skemmtiferðaskipana þar sem gestum er til dæmis boðið að veiða og elda sitt eigið fiskmeti og sækja spennandi veitingastaði heim.


Martha sjálf ku vera ansi spennt yfir samstarfinu og segir ferðirnar sem í boði eru sameina allt það sem hún hefur einna mesta ástríðu fyrir en það er að upplifa og kynnast einhverju nýju og ferðast á framandi slóðir.

mbl.is