Umvafin lúxus í háloftunum

Fögur lúxusþota Four Seasons-hótelkeðjunnar.
Fögur lúxusþota Four Seasons-hótelkeðjunnar. Ljósmynd/FourSeasons

Það breytir því þó ekki að fólk heldur áfram að fljúga og ferðast heimshorna á milli. Nýlega sendi lúxushótelkeðjan Four Seasons frá sér fréttatilkynningu þess efnis að félagið hygðist fara í flugrekstur.

Flugvélin tekur einungis 52 farþega í sæti og því nóg …
Flugvélin tekur einungis 52 farþega í sæti og því nóg pláss fyrir alla um borð. Ljósmynd/FourSeasons

Fyrir rekur keðjan tugi lúxushótela víða um heim en að sögn aðstandenda félagsins er verið að svara eftirspurn fastakúnna með þessu skrefi. Til að byrja með verður ein flugvél, af gerðinni Airbus A321 LR, sem verður breytt úr hefðbundinni farþegaflugvél, sem tekur um 200 farþega, í lúxusþotu sem tekur einungis rúmlega 50 farþega. Flugvélin kemur til með að vera fagursvört að utan og fagurlega hönnuð að innan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Notaleg baraðstaða fyrir farþegana.
Notaleg baraðstaða fyrir farþegana. Ljósmynd/FourSeason

Fyrsta ferðin verður farin í byrjun árs 2021 en þá verður boðið upp á sérstaka 24 daga ferð þar sem 9 áfangastaðir eru heimsóttir. Ferðin hefst í Los Angeles en þaðan er farið til Hawaii, Bora Bora, Sydney, Balí, Taílands, Mumbai, Istanbul og að lokum til London. Allar skoðunarferðir á landi, drykkir og matur er innifalið en sérstakur matreiðslumaður er um borð sem töfrar fram ómótstæðilega rétti fyrir farþegana. Ferðalagið kostar litlar 14,5 milljónir króna á mann, sem er náttúrulega gjöf en ekki gjald, eða hvað?

Meira að segja salernið er huggulegt.
Meira að segja salernið er huggulegt. Ljósmynd/FourSeason
mbl.is