Dýrustu ferðamannastaðirnir

Aðdáendur Harry Potter mega ekki missa af því að sjá …
Aðdáendur Harry Potter mega ekki missa af því að sjá safnið. Ljósmynd/HarryPotterStudio

Vefsíðan Ticket Lens Magazine tók nýlega saman lista yfir dýrustu upplifanir og ferðamannastaði í heimi. Að sjálfsögðu eigum við Íslendingar okkar fulltrúa á listanum en þar er að finna Perluna sem situr í 13. sæti. 

Harry Potter Warner Bros Studio

Hið magnaða safn í kringum töframanninn sívinsæla Harry Potter er staðsett rétt utan við London. Safnið er alveg hreint ótrúlega vel gert og því ekki undarlegt að það sé útnefnt dýrasta safn í heimi.

Hengdian World Studios

Safnið, sem staðsett er í Kína, er stærsta kvikmyndaver í heimi sem hægt er að heimsækja. Þarna er til að mynda hægt að sjá stærstu Buddha-styttu í heimi, sem staðsett er innandyra.

Fjölmargar Jackie Chan-myndir hafa verið teknar upp í kvikmyndaverinu.
Fjölmargar Jackie Chan-myndir hafa verið teknar upp í kvikmyndaverinu. Ljósmynd/Wikimedia

Burj Khalifa

Hæsta mannvirki í heimi ber nafnið Burj Khalifa og er 828 m hár turn, staðsettur á fallegum stað í miðborg Dubai og má sjá fagrar ljósasýningar utan á turninum á hverju kvöldi. Útsýnið af efstu hæðinni ku vera nokkuð magnað á góðum degi.

Burj Khalifa er afskaplega fallegur að kvöldlagi.
Burj Khalifa er afskaplega fallegur að kvöldlagi. Ljósmynd/Wikimedia

Madame Tussauds

Eitt þekktasta safn í heimi er einnig eitt það vinsælasta. Þarna geta gestir hitt og tekið myndir af þekktum einstaklingum í vaxmyndalíki.

Á Madame Tussaud-safninu í London má hitta á hertogahjónin af …
Á Madame Tussaud-safninu í London má hitta á hertogahjónin af Cambridge. Ljósmynd/MadameTussaud

Spyscape

Æsispennandi safn í New York sem er tileinkað njósnurum og ýmiss konar leyniþjónustum. Þarna geta gestir sett sig í spor James Bond og reynt á njósnahæfileika.

Á safninu er hægt að setja sig í spor njósnara.
Á safninu er hægt að setja sig í spor njósnara. Ljósmynd/Spyscape
mbl.is