Bestu borgararnir í Köben

Hamborgararnir á Gasoline Grill þykja þeir bestu í Kaupmannahöfn.
Hamborgararnir á Gasoline Grill þykja þeir bestu í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Gasoline Grill

Vefsíðan Big 7 Travel tók á dögunum saman nokkra af bestu hamborgarastöðum í borginni. Ferðavefurinn birti hér þá fimm bestu að mati vefsíðunnar.

1.Gasoline Grill

Þessi staður er margverðlaunaður og hrósað fyrir frábæra hamborgara. Hann lenti nýlega í öðru sæti yfir bestu hamborgarana í Evrópu að mati lesenda Big 7 Travel-vefsíðunnar. Bara það eitt ætti að gera hverja einustu áhugamanneskju um góða hamborgara að minnsta kosti forvitna.

2. Jagger Fast Food
Staðurinn sannar að það þurfi ekki endilega að eyða allt of miklum pening í hágæða hamborgara. Þarna er hægt að gæða sér á hamborgurum, dósabjór, djúpsteiktum kjúkling og fleiru í afslöppuðu umhverfi.

Ódýrir og bragðgóðir borgarar í afslöppuðu umhverfi.
Ódýrir og bragðgóðir borgarar í afslöppuðu umhverfi. Ljósmynd/Jagger Fast Food


3. Cock´s and Cows
Á Cock´s and Cows ættu allir hamborgaraaðdáendur að finna eitthvað við sitt hæfi, allt frá einföldum ostborgurum upp í heilaga hamborgara þar sem hugmyndaflug kokksins ræður ferðinni. Á veitingastaðnum er svo að finna ljómandi góða vegan- og grænmetishamborgara. Eitthvað fyrir alla, konur og karla.

Á Cock´s and Cows finna allir hamborgaraaðdáendur eitthvað við sitt …
Á Cock´s and Cows finna allir hamborgaraaðdáendur eitthvað við sitt hæfi. Ljósmynd/Cock´s and Cows

4. Halifax burger
Þrautseig hamborgarakeðjan sem hefur verið vinsæl í borginni í tíu ár og er með sjö staði víða á svæðinu. Þetta eitt gerir mann nokkuð vissan um að þarna sé hægt að treysta á sérfræðikunnáttu í hamborgarafræðum.

Vinsæl hamborgarakeðja með sjö staði víða um borgina.
Vinsæl hamborgarakeðja með sjö staði víða um borgina. Ljósmynd/Halifax burger

5. Tommi´s burger joint
Það er engum hamborgaralista treystandi án þess að hin alíslenska Hamborgarabúlla sé nefnd til sögunnar.
Eins og við Íslendingar þekkjum er þarna að finna frábæra hamborgara í viðkunnanlegu umhverfi.

Hina alíslensku Hamborgarabúllu er að finna á vinsældarlistanum.
Hina alíslensku Hamborgarabúllu er að finna á vinsældarlistanum. Ljósmynd/Tommi´s burger joint
mbl.is