Löngu hætt að skella á mig olíu

Vinsæli matgæðingurinn Eva Laufey hugsar vel um húðina á ferðalögum.
Vinsæli matgæðingurinn Eva Laufey hugsar vel um húðina á ferðalögum. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Í sumar stefnir svo Eva Laufey, ásamt fjölskyldu sinni, í ferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar en ferðalag um Ísland er líka á döfinni. Spurð að því hvaða snyrtivörur eru ómissandi í ferðalagi segir Eva Laufey mikilvægt að nota góðar vörur og þá sérstaklega vandaða sólarvörn yfir sumartímann. „Ég er löngu hætt að skella á mig olíu til að ná góðum lit og nota heldur góða sólarvörn. Já, já, ég er sjúk í brúnku og sólina en ég vil heldur passa upp á húðina mína og nota þess vegna frábæra vörn frá Sensai sem hentar húðinni minni mjög vel. Ég nota bæði SPF 30 og 50, það fer bara eftir því hversu mikið ég er úti. Hér áður fyrr var ég hrædd um að missa af taninu ef ég væri með sólarvörn en ég sleppi henni ekki í dag.“

Eva Laufey elskar að leyfa húðinni að vera án farða á sumrin og nærir hana heldur vel með góðum hreinsivörum, andlitsvatni og góðu dagkremi. „Ef ég nota farða þá skelli ég bara á mig Bronzing-gelinu frá Sensai og maskara, þá er ég góð. Á ferðalögum tek ég svo alltaf þessar eftirlætisvörur mínar með. Þetta er minn litli dekurtími þegar ég hugsa um húðina mína. Til dæmis þá hlakka ég í alvörunni til að bera á mig nýju silkiandlitsmúsina á morgnana þegar ég vakna, já það þarf ekki mikið til að gleðja mann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert