Skálað við Eiffel-turninn

Útsýnið af kampavínsbarnum er einstaklega fallegt.
Útsýnið af kampavínsbarnum er einstaklega fallegt. Ljósmynd/Shangri-La

Hvað sem á er að líta í borginni er að finna falleg kennileiti sem ómissandi er að skoða. Eitt þeirra er Eiffel-turninn og líklega er hann vinsælasti ferðamannastaðurinn í borginni. Það er heillandi að skoða turninn í návígi og ekki síður fara upp í hann og njóta útsýnisins yfir borgina. Á undanförnum þremur árum hefur lúxushótelið Shangri-La í París í samstarfi við kampavínsframleiðandann Krug opnað tímabundið sumarbar á einum af svölum hótelisins sem snúa einmitt að turninum fræga. Þar er hægt að dreypa á kampavíni, narta í fíngerðar snittur og njóta útsýnisins. Barinn tekur þó einungis við 24 gestum sem allir þurfa að sjálfsögðu að borga fúlgu fjár fyrir upplifunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert