Úthvíld til baka frá Bali

Flestir koma úthvíldir tilbaka frá Bali.
Flestir koma úthvíldir tilbaka frá Bali. Ljósmynd/Flash Pack

Ferðafyrirtækið Flash Pack sérsníður ferðir fyrir ungt fólk á milli þrítugs og fertugs sem kýs að ferðast eitt og kynnast öðrum einstaklingum í svipaðri stöðu. Nýlega hóf fyrirtækið að bjóða upp á ferðir fyrir kulnaða einstaklinga sem miðar að því að þeir nái hvíld og kynnist leiðum sem þeir geta notað til að bæta jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Ferðin, sem er til Bali, tekur 12 daga og eru brottfarir mánaðarlega en eftirspurnin hefur verið mikil eftir að ferðin fór í sölu. Að sögn skipuleggjanda er Bali ákjósanlegur áfangastaður fyrir svona ferð þar sem loftslagið er svo notalegt og maturinn góður. Bali er einnig nægilega langt í burtu fyrir flesta þannig að dagleg streita er fjarri. Ferðalangar fara í skipulagðar gönguferðir um eyjuna, jóga, synda í leynilegum laugum langt frá mannabyggðum og koma úthvíldir tilbaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert