Íslensk afþreying valin ein sú besta

Mikill heiður þykir að komast á vinsældarlista hjá Tripadvisor.
Mikill heiður þykir að komast á vinsældarlista hjá Tripadvisor. Skjaskot/Tripadvisor

Nýlega var kynntur listi yfir vinsælustu afþreyingu í heimi að mati notenda vefsíðunnar og vakti það athygli að íslenska afþreyingu var þar að finna í 4.sæti, nefnilega snorklferðalag á milli tveggja heimsálfa í Silfru.

Að snorkla í Silfru á Þingvöllum er ótrúlegt ævintýri.
Að snorkla í Silfru á Þingvöllum er ótrúlegt ævintýri. Ljósmynd/Dive.is

Það var fyrirtækið Dive.is sem hlaut þann heiður að vera valið á listann en ferðin er með mörg hundruð umsagnir sem í nánast öllum tilfellum gefa upplifuninni fimm stjörnur. Mikill heiður þykir að vera valinn á lista sem þennan og má því búast við því að það verði ekkert lát á vinsældum ferðanna. 

Skoðunaferð um Vatíkanið á Ítalíu var valin besta upplifunin.
Skoðunaferð um Vatíkanið á Ítalíu var valin besta upplifunin. Ljósmynd/Tripadvisor

Listann í heild má skoða hér.

mbl.is