Lengsta vatnsrennibraut í heimi

Vatnsrennibrautir búa til skemmtilega stemmingu í sundlaugum.
Vatnsrennibrautir búa til skemmtilega stemmingu í sundlaugum. Ljósmynd/The Colourbox

Ef taldir eru upp ókostir vatnsrennibrauta ber það kannski hæst hversu fljótt skemmtunin tekur af, nú og svo auðvitað hversu erfitt það getur verið að fá börnin til að koma upp úr sundlaugunum; „Bara eina ferð í viðbót.“

Ferðin með vatnsrennibrautinni tekur allt að fjórar mínútur.
Ferðin með vatnsrennibrautinni tekur allt að fjórar mínútur. Ljósmynd/Penang Escape

Hörðustu aðdáendur vatnsrennibrauta geta nú glaðst yfir því að í lok sumars verður opnuð lengsta vatnsrennibraut í heimi. Hún kemur til með að verða yfir kílómetra löng og tekur ferðalagið í gegnum hana allt að fjórar mínútur. Rennibrautin er ekki í hefðbundnum vatnsrennibrautargarði heldur í miðjum skógi í Malasíu, sem gerir brautina enn áhugaverðari fyrir vikið.

Vatnsrennibrautin er yfir kílómetra löng í miðjum skógi í Malasíu.
Vatnsrennibrautin er yfir kílómetra löng í miðjum skógi í Malasíu. Ljósmynd/Penang Escape

Hönnuðir vatnsrennibrautarinnar hafa svo sannarlega hugsað fyrir öllu því til að komast í brautina eru ekki tröppur eins og venjulega heldur fara gestirnir í kláf til að komast að gleðinni. 

mbl.is