Forðastu að klæðast þessu í flugi

Það er að mörgu að huga þegar ferðast er í …
Það er að mörgu að huga þegar ferðast er í flugvél. Ljósmynd/Colourbox

Það er að sjálfsögðu leyfilegt að nota þessa aðferð en sjaldgæf er hún. Ágætt er að hafa nokkra hluti í huga þegar lagt er að stað í flugferð og þá sérstaklega það sem snýr að því hvernig maður getur haft það sem huggulegast á leiðinni. Ferðavefurinn hefur tekið saman nokkur ráð koma að góðum notum. 

Flókinn skóbúnaður
Reyndu eftir mesta megni að klæðast þægilegum skóm sem auðvelt er að fara í og úr. Í öryggisleitinni er oft ætlast til þess að farþegar fari úr skóm áður en farið er í gegnum öryggishliðið og getur flókinn skóbúnaður tafið þið, og alla aðra í kringum þig, svo um munar. Þú vilt svo kannski skutla þér úr skónnum í flugvélinni til að láta betur um þig fara og þá getur það valdið þér óþarfa ama að fara aftur í þrönga skó.

Skartgripir
Ekki hrúga á þig allskyns skartgripum fyrir flug. Það er jú óskaplega smart, upp að vissu marki, en eins og með skónna getur þetta valdið óþarfa veseni í öryggisleitinni ef þú þarft að taka allt glingrið af þér og setja aftur á. Svo geta sumir skartgripir gefið frá sér leiðindarhljóð þegar þeir skella saman við aðra skartgripi og þannig geturðu truflað aðra farþega.

Þröngar buxur
Of þröngar buxur eru alltaf óþægilegar en svo miklu óþægilegri í flugvél. Veldu frekar þægilegri buxur sem gefa aðeins eftir, samt ekki náttbuxur.

Crocs skór
Af því bara

Stuttar stuttbuxur eða pils
Manni hreinlega hryllir við tilhugsuninni að sitja nánast berleggjaður í skítugu flugvélasæti og finna hvernig það klístrast við lærin.

Ilmvatn
Alls ekki nota of sterkt ilmvatn eða spreyja óhóflega á þig í fríhöfninni á leiðinni út í vél. Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir ilmi og getur sterk ilmvatnslykt gert ferðalagið hryllilegt.mbl.is