Fáklæddur ferðamaður sektaður á Filippseyjum

Konan var í fríi á eyjunni Boracay.
Konan var í fríi á eyjunni Boracay.

Ung kona var á dögunum sektuð á Filippseyjum fyrir að klæðast of litlu bikiníi. Konan, sem er ferðamaður frá Taívan, var tilkynnt til lögreglu á eyjunni Boracay.

Klæðaburður hennar hafði þá farið fyrir brjóstið á einhverjum borgurum. Lögreglan veitti henni í fyrst áminningu og bað hana vinsamlegast um að hylja sig. Hún hlustaði ekki á fyrirmæli lögreglu og sagði sundfötin vera listtjáningu. 

Í kjölfarið sektaði lögreglan hana fyrir að taka erótískar og klámfengnar myndir, en ekki eru til lög þar sem ná yfir óviðeigandi klæðaburð. Sektin hljóðaði upp á rúmar 6.300 íslenskar krónur.

Sundfötin sem konan hafði valið voru talin of ögrandi.
Sundfötin sem konan hafði valið voru talin of ögrandi. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka