Fleiri fuglahræður en manneskjur

Þessar fuglahræður eru í Cedar Rapids í Iowa en töluvert …
Þessar fuglahræður eru í Cedar Rapids í Iowa en töluvert fleiri er að finna í Gatlinburg í Tennessee. AFP

Ef fólk hefur meiri áhuga á fuglahræðum en mannlífii er kannski ekki óvitlaust að skella sér til Gatlinburg í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Bærinn gerði tilraun til þess að bæta heimsmetið í fjölda fuglahræða í einum bæ á dögunum. 

Fram kemur á vef USA Today að talið hafi verið 4.325 fuglahræður þegar talning fyrir heimsmetabók Guinness fór fram. Núverandi met á National Forest Adventure Farm á Englandi en þar voru taldar 3.812 fuglahræður. Strangar reglur af hálfu Guinness ræður því að metið verður ekki staðfest fyrr en eftir sex til átta vikur. 

Áhugavert er að skoða fjölda íbúa í bænum en þeir eru aðeins um 4.100 og eru því fuglahræðurnar fleiri en íbúar bæjarins. 

Tók það um tvær vikur að koma öllum fuglahræðunum fyrir en þær munu þó einungis fá að standa út október. Fuglahræðurnar þurfa nefnilega að víkja fyrir jólasveininum og hans skrauti í nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert