Þurfti að fara í 26 tíma rútuferð vegna hnetuofnæmis

Meleri Williams þurfti að ferðast með rútu í staðinn.
Meleri Williams þurfti að ferðast með rútu í staðinn. Skjáskot

Hin 20 ára Meleri Williams þurfti að ferðast í 26 tíma með rútu eftir að henni var meinaður aðgangur að flugvél vegna þess að hún er með ofnæmi fyrir með hnetum. 

Williams var á leið frá Buenos Aires í Argentínu þegar hún greindi starfsfólki Aerolineas Argentinas að hún væri með hnetuofnæmi. Starfsfólk flugfélagsins sagði að þau myndu ekki sleppa því að bjóða upp á hnetur í fluginu og báðu hana vinsamlegast að yfirgefa flugvélina. 

Williams var á leið í sjálfboðaliðastarf í borginni Esquel og tekur flugið þangað frá Buenos Aires um 2,5 klukkustund. Hún þurfti hins vegar að ferðast með rútu þangað sem tók hana 26 klukkustundir. 

Hún segist vera mjög hissa á viðbrögðum flugfélagsins. „Ofnæmið mitt er mjög alvarlegt og ég gæti fengið mjög alvarleg viðbrögð og öndunarvegur minn lokast. Ég er með Epipen með mér en ég vildi ekki setja sjálfa mig í aðstæður þar sem miklar líkur væru á að ég þyrfti að nota hann og ég gæti fengið ofnæmiskast í miðju flugi,“ sagði Williams. 

Hún segist hafa útskýrt ofnæmið fyrir starfsfólkinu en það hafi ekki skilið alvarleika málsins. Hún segir að einu veitingarnar sem þau byðu upp á flugi væru hnetur og þurrkaðir ávextir. 

„Þau sögðu að það hefði áhrif á fleiri ef það væri ekki boðið upp á hnetur. Það var gert mikið vesen úr þessu og ég var mjög leið yfir þessu. Ég verð að segja að það var ömurlegt að þurfa bara að labba í burtu í lokin. Það var mjög erfitt að þurfa að útskýra allt,“ sagði Williams.

Williams reyndi að bóka flug heim frá Esquel með sama flugfélagi en var aftur meinaður aðgangur vegna ofnæmisins. Hún kvartaði yfir viðbrögðum flugfélagsins á Twitter en hefur ekki fengið nein svör frá því. Þar segir hún þessi vinnubrögð vera algjörlega óboðleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert