Með krakkana til Kanarí

Páfagaukarnir í Palmitos dýragarðurinn á Gran Canaria eru sérlega skemmtilegir.
Páfagaukarnir í Palmitos dýragarðurinn á Gran Canaria eru sérlega skemmtilegir. Snæfríður Ingadóttir

Þó margir ellilífeyrisþegar þrífist vel á Gran Canaria þá er eyjan ekki síður skemmtileg heim að sækja fyrir fjölskyldur með börn. Fyrir utan hið augljósa, að leika á ströndinni, þá er allskonar afþreying í boði á eyjunni fyrir fjölskyldufólk. Til að mynda er hægt að fara í útreiðatúr á asna eða kameldýri, prófa go kart eða litabolta, skella sér í bátsferð eða heimsækja skemmtileg söfn og skemmtigarða. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir foreldra og börn sem eru á leið í ferðalag til Gran Canaria.

Vatnsrennibrautargarðurinn Aqualand

Fjölskyldur sem ferðast hafa til Spánar, Portúgals eða Tenerife kannast líklega við Aqualand-vatnsrennibrautargarðana sem finnast á sex stöðum í Evrópu. Enginn þessara garða er eins þó margt sé sameiginlegt með þeim. Í vatnsrennibrautargarðinum á Gran Canaria er til að mynda hægt að synda með sæljónum og bóka sig í nudd. Fjölbreyttar brautir fyrir allan aldur.

Í Aqualand vatnsrennibrautargarðinum er hægt að synda með sæljónum og …
Í Aqualand vatnsrennibrautargarðinum er hægt að synda með sæljónum og bóka sig í nudd. Snæfríður Ingadóttir

Sædýrasafnið Poema del Mar

Í höfuðborginni Las Palmas de G.C er hægt að kynnast undraveröld vatnsins í öllu sínu veldi í Poema del Mar sædýrasafninu. Safnið er tiltölulega nýtt og afar vandað. Auðveldlega má eyða heilum degi á safninu því þar er margt að sjá og skoða en tegundirnar sem þar eru koma úr öllum höfum heimsins og margar þeirra eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Poema del Mar er glæsilegt sædýrasafn í borginni Las Palmas …
Poema del Mar er glæsilegt sædýrasafn í borginni Las Palmas de G.C Snæfríður Ingadóttir

Palmitos dýragarðurinn

Palmitos Park dýragarðurinn er þekktastur fyrir æðislegar höfrungasýningar þar sem bæði starfsmenn og dýr sýna ótrúlegar listir. Auk höfrunganna er fjölbreytt úrval af dýrum í garðinum en gibbon-apar frá Asíu eru í uppáhaldi hjá mörgum enda heyrist afar hátt í þeim og þeim leiðist ekki að sýna sig fyrir gestum.  

Allskonar dýr eru í Palmitos dýragarðinum og hægt að komast …
Allskonar dýr eru í Palmitos dýragarðinum og hægt að komast í návígi við mörg þeirra. Snæfríður Ingadóttir

Holiday World  tívolíið

Holiday World í Maspalomas er tívolígarður sem er bæði úti og inni.  Innandyra er t.d. keilusalur, spilakassar og 4D bíó. Utandyra eru tæki á borð við parísarhjól, fallturn, hringekjur og rússíbana. Það er því úr nógu að velja fyrir allan aldur. Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi hjá Holiday World undanfarið sem skila sér vonandi í enn betri upplifun fyrir gesti. 

Holiday World er stór skemmtigarður í Maspalomas með tækjum bæði …
Holiday World er stór skemmtigarður í Maspalomas með tækjum bæði úti og inni. Snæfríður Ingadóttir

Kúrekagarður

Sioux City er kúrekaþorp sem upphaflega var sviðsmynd fyrir kvikmyndatökur en var síðar breytt í skemmtigarð.  Gestir upplifa sig eins og þeir séu staddir í Hollywoodvestra og geta til að mynda lært að kasta snöru, heimsótt lögreglustöðina eða farið á þorpskrána. Allan liðlangan daginn er eitthvað um að vera í aðalgötunni, sýningar og leikir að ýmsu tagi.

Í Sixoux City Park er hægt að fanga gervinaut með …
Í Sixoux City Park er hægt að fanga gervinaut með snöru, fara á hestbak og heimsækja líkkistusmið. Snæfríður Ingadóttir

Tækni- og vísindasafn

Í Museo Elder í borginni Las Palmas de G.C  er að finna allskonar hluti sem hafa með tækni og vísindi að gera. Gestir geta t.d. leikið sér í grænu tökuherbergi, leyst ýmsar heilaþrautir, farið í tæki sem endurskapar þyngdarleysi og upplifað sýndarveruleika. 

Það er ýmislegt að skoða og sjá á Eldar tækni- …
Það er ýmislegt að skoða og sjá á Eldar tækni- og vísindasafninu. Snæfríður Ingadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert