Hvar finnurðu bestu nektarstrendurnar?

Hefur þú farið á nektarströnd.
Hefur þú farið á nektarströnd. Ljósmynd/Colourbox

Nektarstrendur eru frábær kostur fyrir þá sem vilja fá góða brúnku og fyrir þá sem vilja einfaldlega leyfa sólinni að kyssa sjaldan bera parta líkamans. Það má þó ekki bera sig á hvaða strönd sem er í heiminum. 

Sumar þessarar stranda eru vandfundnar en aðrar ætti að vera auðvelt að finna. Það eru fleiri staðir en bara Evrópa sem bjóða upp á nektarstrandir. Smart Traveler tók saman þær bestu í heiminum. Áður en haldið er af stað er þó gott að kynna sér almennar reglur um nektarstrendur.

Cap-d'Agde, Frakklandi

Cap-d’Agde er stundum kölluð nektarhöfuðborg heimsins. Þar er ekki bara nektarströnd heldur nektarþorp þar sem þorpsbúar geta sinnt daglegri iðju sinni naktir. Ströndin og þorpið er undir miklu eftirlit eðli síns vegna og þurfa gestir að fylla út spurningalista áður en þeir heimsækja staðinn. Þarna má hvorki taka myndir né myndbönd svo hafðu í huga að þessi heimsókn fer ekki á Instagram.

Cap-d'Agde, Frakklandi.
Cap-d'Agde, Frakklandi. Ljósmynd/Wikimedia Commons

Haulover Beach, Miami Beach, Bandaríkjunum

Haulover ströndin á Miami Beach er ein vinsælasta nektarströndin í Bandaríkjunum. Hún er girt af frá öðrum ströndum á Miami Beach. Í Miami má einnig finna fjölda af hálf-nektarströndum, þar sem fólk þarf ekki að hylja efripart líkamans frekar en það kýs, óháð kyni. 

Haulover Beach, Miami.
Haulover Beach, Miami. Ljósmynd/Wikimedia Commons

Vera Playa, Spáni

Vera Playa er í nágrenni við Almeria á Spáni. Þar er heilt svæði tileinkað nekt. Þar eru bæði strendur, íbúðir og veitingastaðir þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af klæðnaði sínum. 

Ontario, Kanada

Í austurhluta Ontario er fjöldinn allur af nektarsvæðum þar sem gestir geta notið náttúrunnar á Adamsklæðunum, bæði í skóglendi og við vötn. Staðirnir eru margir hverjir afskekktir og ekki margir á ferli svo gestir geta notið náttúrunnar í einrúmi.

Florianopolis, Brasilíu

Praia do Pinho er einn af afskekktari nektarstöðunum. Umvafin fjöllunum er einstök strönd sem erfitt er að komast að. Þú þarft líklegast að ferðast þangað á bíl, en það verður þess virði.

Byron Bay, Ástralíu

Ástralska nektarsamfélagið nýtur sín áTyagarah Nature Reserce og Belongil ströndinni við Byron flóa. Þar þarf ekki að klæða sig frekar en maður vill og oft á tíðum eru haldnir skemmtilegir viðburðir. 

Byron Bay í Ástralíu.
Byron Bay í Ástralíu. Ljósmynd/Wikimedia Commonsmbl.is