Viltu komast frítt til Gdansk á morgun?

Gdansk í Póllandi er einstök hafnarborg sem iðar af lífi, menningu og sögu. Gdansk er við ána Motlawa og er ein af elstu borgum Póllands. 

Á morgun verður farið í sérstaka ferð til Gdansk með Unni Pálmarsdóttur mannauðsráðgjafa og hóptímakennara sem er fararstjóri í þessari ferð. 

„Í dag er hún þekkt sem mik­il menn­ing­ar­borg en þar eru haldn­ar fjöl­marg­ar menn­ing­ar­hátíðir. Gdansk er fjórða stærsta borg lands­ins með um 480 þúsund íbúa. Ég þekki borg­ina mjög vel því maður­inn minn var að vinna þar við skipa­smíði svo að við heim­sótt­um borg­ina oft. Í þess­ari ferð mun­um við skoða söfn­in og menn­ing­una og svo verður ör­ugg­lega eitt­hvað verslað. Þetta er til­val­in ferð fyr­ir alla, vin­kon­ur, mæðgur, hjón, feðga til að skjót­ast í skemmti­lega helg­ar­ferð og fá smá lúx­us fyr­ir jól­in. Gdansk er fyr­ir alla sem hafa áhuga á fal­leg­um borg­um og skemmti­leg­um versl­un­um,“ seg­ir Unn­ur. 

Ferðin er á vegum Úrvals-Útsýnar og er flogið er beint með Icelandair kl. 08.30 og lent í Gdansk kl. 13.00. Flogið er heim 3. nóvember kl. 22.55 og lent í Keflavík kl. 01.35 þann 4. nóvember. 

Ferðavefurinn og Smartland Mörtu Maríu ætla að gefa einum heppnum lesenda flugferð til Gdansk á morgun. Það sem þú þarft að gera er að fylgja Smartlandi Mörtu Maríu á Instagram. Dregið verður út kl. 18.00 í dag. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert