Viltu vinna við að ferðast?

Vilt þú ferðast um heiminn frítt í 12 mánuði?
Vilt þú ferðast um heiminn frítt í 12 mánuði? Ljósmynd/Colourbox

Breska lággjalda flugfélagið Wowcher leitar nú að heppnum ferðalangi til þess að ferðast um heiminn í heilt ár í boði þeirra. 

Auk þess að fá að fljúga frítt um heiminn bjóða þau 25 þúsund pund í árslaun. Ferðalangurinn heppni mun ferðast til 40 áfangastaða á 12 mánuðum og þarf að deila ævintýrum sínum á samfélagsmiðlunum Instagram og YouTube. Kröfurnar eru því nokkuð góð kunnátta á myndatöku og myndvinnslu.

Allir geta sótt um starfið, en umsóknin fer fram á samfélagsmiðlum. Eina sem þarf að gera er að setja inn 30 sekúndna langt myndband um af hverju þú ættir að fá starfið. Umsóknarfrestur er til 30. desember 2019. 

Sá sem hreppir starfið þarf ekki að ferðast einn heldur má hann taka ferðafélaga með sér. Það þarf ekki að vera sama manneskjan sem kemur með á alla áfangastaðina heldur má skipta reglulega um ferðafélaga.

Áfangastaðir eru meðal annars París, Brussel, Róm, Grikkland, New York, Las Vegas og Balí. 

View this post on Instagram

Are you ready to take on the job of a lifetime!? Do you want to visit 40 amazing destinations with your best friend as your travel buddy!? Oh, and how would you like to be paid to do it!? Travel across the far corners of the world when you become our new Wowcher Travel Ambassador! We're looking for someone to travel the globe and produce amazing content across YouTube, blogs and social media with a friend in tow (can't choose between your friends? Change up who comes each trip!). In order to apply please submit a short video up to 30 seconds of why you would be the perfect candidate for the role. Videos can be submitted on either a Instagram feed post or Twitter post tagging @Wowcher and must include the hashtag #WowcherDreamJob and #WowcherMysteryHoliday Tag 3 friends or more! All applicants must be following @Wowcher on the social platform their video has been posted on. Deadline 30th December 2019. Please note only those who get through to the next stage will be contacted via direct message. Please contact social@wowcher.co.uk for any queries. Visit here for the full job description: https://bit.ly/2BQP6pR #newjob #jobopportunity #travel #travelambassador #WOW #wowcher

A post shared by Wowcher (@wowcher) on Oct 29, 2019 at 3:55am PDT

mbl.is