Bill Murray sótti um flugvallarstarf

Bill Murray sótti um starf fyrir nokkrum árum á veitingastað …
Bill Murray sótti um starf fyrir nokkrum árum á veitingastað á flugvellinum í Altanta. AFP

Fyrir nokkrum árum sótti Hollywood-leikarinn Bill Murray um „venjulegt“ starf ef svo má að orði komast. Þetta viðurkenndi stjarnan í hlaðvarpsþætti Amy Schumer að því fram kemur á vef CNN

Þetta venjulega starf var á veitingastaðnum P.F. Chang á flugvellinum í Atlanda. Var þetta eftir að hann lék í myndinni Broken Flowers en hann efaðist um að finna annað eins hlutverk. 

Schumer spurði hvað hann hefði ætlaði sér gera á veitingastaðnum en það sem virtist hafa heillað Murrey var stemmingin hjá starfsfólkinu. Eftir að þátturinn kom út svaraði veitingastaðurinn með tísti á Twitter. „Bill, þú ert ráðinn! Hvenær getur þú byrjað?“Bill Murray sótti um vinnu á veitingastað á flugvelli fyrir …
Bill Murray sótti um vinnu á veitingastað á flugvelli fyrir nokkrum árum. AFP
mbl.is