Ferðaafsláttur fyrir einhleypa

Ertu einn og langar í ferðalag? Ferðaskrifstofan Ving hvetur einhleypa …
Ertu einn og langar í ferðalag? Ferðaskrifstofan Ving hvetur einhleypa til þess að ferðast og hafa gaman. Ving

Ferðaskrifstofan Ving hefur sett skemmtilega auglýsingaherferð í loftið í tengslum við dag einhleypra „Singles day“ sem er í dag 11. nóvember. Auglýsingin hefur vakið töluverða athygli en þar er gert grín að hinu vinsæla „followmeto“-samfélagsmiðlaæði. 

Gera grín að „followmeto“-æðinu

Markmið auglýsingarherferðarinnar er að hvetja einhleypa til þess að fara einir í ferðalög og sýna þeim að það sé vel hægt að hafa gaman þótt verið sé einn á ferð. Auglýsingarnar voru teknar upp á Gran Canaria og eru þær í tveimur útgáfum, annars vegar með karli og hins vegar með konu í aðalhlutverki en báðar sýna þær fólk vera að skemmta sér á framandi slóðum. Það sem er hins vegar kómískt við auglýsingarnar er að viðkomandi tekur myndir af sjálfum sér allt ferðalagið í anda „followmeto“-Instagram æðisins og því lítur alls ekki út fyrir að hann eða hún séu ein á ferð.

Hvetja einhleypa til að ferðast

Það var rússneski ljósmyndarinn Murad Osmann og kærasta hans Natalia Zakharova sem komu  upphaflega „followmeto“-æðinu af stað á ferðalögum sínum um heiminn og síðan hefur fjöldi annarra para tekið svipaðar myndir af sér þar sem þau elta hvort annað og hönd annars þeirra er í forgrunni. Augljóslega henta svona myndatökur ekki þeim sem eru einir á ferð því þeir hafa engan að leiða eða hvað? Jú Ving hefur fundið lausn fyrir einhleypa og kynnir hana í auglýsingamyndbandinu. Það er því engin ástæða til þess að sitja einn heima heldur um að gera að drífa sig af stað út í heim og deila reynslunni á samfélagsmiðlum að hætti Ving! Ferðaskrifstofan bætir líka um betur og býður allt að 1.000 krónur sænskar í afslátt bóki einhleypir ferð með þeim í dag.    


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert