Hvert áttu ekki að fara í ferðalag árið 2020?

Ferðamenn heimsækja Angkor Wat hofið í Siem Reap í Kambódíu.
Ferðamenn heimsækja Angkor Wat hofið í Siem Reap í Kambódíu. AFP

Bandaríski ferðabókaframleiðandinn Fodor's hefur tekið saman sinn árlega lista yfir staði sem skal ekki heimsækja á komandi ári. Það eru mismunandi ástæður af hverju borg og lönd lenda á þessum lista. 

Ástæðurnar geta verið vegna þess að ferðamannaiðnaðurinn hefur leikið áfangastaðinn grátt eða af því að hættulegt sé að heimsækja staðinn. Það er þó ekki hægt að banna fólki að fara eitt eða neitt heldur eru þetta aðeins hlutir sem gott er að hafa í huga áður en maður bókar næsta ferðalag. 

Ekki er mælt með því að klífa Matterhorn í Sviss vegna fjölda dauðsfalla sem hafa orðið þar á árinu. Þá er ekki heldur mælt með því að kafa við kóralrif í Florida Keys í Flórída í Bandaríkjunum og ekki heldur við strendur Mexíkó. Af umhverfisverndarsjónarmiðum er ekki mælt með því að heimsækja Galapagos-eyjar.

La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi er …
La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi er eitt þekktasta kennileiti Barcelona. Skapti Hallgrímsson

Barcelona á Spáni

Ekki er mælt með því að heimsækja Barcelona á Spáni vegna þess að þar er of mikið af ferðamönnum. Ferðamannaiðnaðurinn í Barcelona er löngu sprunginn að mati sérfræðingar og hefur haft mikil áhrif í borginni. Framboð af Airbnb gistirýmum til leigu í borginni er mikið sem hefur haft þau áhirf á leigumarkaðinn að leiga hefur hækkað upp úr öllu valdi. Þar af leiðandi eiga heimamenn erfitt með að leigja í borginni.

Ferðamenn hafa flykkst til Big Sur.
Ferðamenn hafa flykkst til Big Sur. AFP

Big Sur í Kaliforníu í Bandaríkjunum

Vinsældir Big Sur í Kaliforníu hefur aukist til muna meðal annars vegna vinsælda þáttanna Little Women og vegna markaðssetningar. Big Sur var hinsvegar ekki í stakk búið til þess að taka á móti flaumi ferðamanna og kvarta heimamenn sáran undan slæmri umgengni. Yfirvöld þar eru í óða önn að reyna að setja sér stefnu í ferðamálum en þangað til mælir Fodor's ekki með að heimsækja staðinn. 

Angkor Wat í Kambódíu

Angkor Wat hefur verið vinsæll ferðalanga í Asíu um langt skeið. Hofin í Angkor Wat eru yfir 900 ára gömul og meðal annars á heimsminjaskrá UNESCO. Ferðamannaflaumurinn hefur sett mark sitt á staðinn en reynt hefur verið að stemma stigu við því með því að takmarka aðgengi. Aðeins 300 manns mega vera á svæðinu í hvert skipti. Miklir þurrkar voru í Kambódíu í ár og gerir ferðamannastraumurinn illt vera þar sem stór hluti vatnsins fer til hótela á Siem Reap svæðinu. Kallað hefur verið eftir því að aðgengi verði stjórnað enn meira um svæðið og jafnvel alveg lokað fyrir aðgengi á afmörkuðum svæðum. 

Balí er vinsæll áfangastaður.
Balí er vinsæll áfangastaður. SONNY TUMBELAKA

Balí í Indónesíu

Eyjan Balí hefur verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður Asíu síðastliðin ár. Yfirvöld í Indónesíu hafa íhugað að setja á komugjöld til eyjarinnar í tilraun til að stemma stigu við ferðamannaflauminn. Mikið rusl er á eyjunni en samkvæmt Umhverfisstofnun Balí er framleitt 3800 tonn af rusli á dag á eyjunni. Vatnsskortur hefur ríkt vegna tilkomu nýrra lúxus villa og hótela sem nota mikið vatn. 

Hanoi Street í Hanoi í Víetnam.
Hanoi Street í Hanoi í Víetnam. AFP

Hanoi Street í Hanoi í Víetnam

Árið 1902 voru lestarteinar lagðir í gegnum víetnömsku höfuðborgina Hanoi. Teinarnir liggja á Hanoi Street og eru enn notaðir í dag. Á síðustu árum hafa lestarteinarnir vakið mikla athygli en þeir þykja gott myndefni. Vinsældirnar eru svo miklar að lestir hafa ítrekað þurft að nauðhemla vegna ferðamanna á teinunum. Heimamenn eru engu betri en ferðamennirnir og hafa opnað kaffihús og veitingastaði við lestarteinana til þess að laða til sín ferðamenn. Yfirvöld í borginni hafa nú fyrirskipað að loka eigi öllum veitingahúsum og kaffihúsum við teinana og skilti hafa verið sett upp sem banna myndatökur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert