Treður sér gjarnan upp á heimafólk

Sjónvarpskonan Sigrún Ósk hefur farið víða, ekki síst vegna gerð …
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk hefur farið víða, ekki síst vegna gerð þáttanna Leitin að upprunanum. Hér klappar hún og Orri sonur hennar kengúrum í Singapore. Ljósmynd/Aðsend

„Mér hefur alltaf fundist „fatalt“ að skipuleggja of mikið. Það hentar kannski ekki öllum, en mér finnst skemmtilegast að vera búin að ákveða sem minnst og láta berast með straumnum,“ segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem farið hefur víða um dagana. „Svo er náttúrlega best af öllu ef manni tekst að troða sér upp á heimafólk með einhverjum hætti og fá það til að lóðsa sig um. Mér leiðist flest sem er orðið gegnsýrt af túrisma.“

Kafað við strendur Tælands. Sigrún Ósk segir það hafa verið …
Kafað við strendur Tælands. Sigrún Ósk segir það hafa verið magnaða upplifun að læra að kafa og uppgötva nýjan heim neðansjávar. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaðist yfir sig

Sigrún hefur ferðast mikið undanfarin misseri vegna vinnu sinnar við gerð þáttanna Leitin að upprunanum sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Hún segist gjarnan vilja heimsækja suma af þeim stöðum aftur sem þáttagerðin hafi leitt hana á enda stutt stoppað á hverjum stað. Ferðaplön eru hins vegar víðsfjarri huga hennar eins og er. „Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta, en ég komst að því á þessu ári að það er hægt að ferðast yfir sig. Í augnablikinu finnst mér hreinn unaður að vera bara heima hjá mér.“ Stóri draumurinn er þó að fara einhvern daginn til Ástralíu með fjölskylduna. „Ástralía er búin að vera á blaði hjá mér frá því ég var barn, en ég hef ekki enn komist í að fara. Mig langar að fara þangað með eiginmanni og sonum, kafa við kóralrifið og dást að kóalabjörnum og kengúrum.“

Sigrún vill alls ekki hafa of stífa dagskrá á ferðalögum …
Sigrún vill alls ekki hafa of stífa dagskrá á ferðalögum sínum heldur finnst henni gott að fljóta með straumnum og vill helst láta heimamenn lóðsa sig um. Hér er hún við Preikestolen í Noregi. Ljósmynd/Aðsend

Kann ekki að liggja í sólbaði

Sigrún segist vera týpan sem setur vegabréfið, greiðslukortið og símann í veskið og hefur  ekki áhyggjur af neinu eftir það. Hún segist hafa lært margt á sínu heimshornaflakki en hún hefur til að mynda ferðast til Indlands, Taílands og Perú. Eftir að synir hennar tveir komu í heiminn hafa ferðalög hennar breyst töluvert. „Áður var ég dugleg að fara á mjög fjarlægar slóðir með bakpokann og sofa jafnvel á bedda á moldargólfi. Núna hef ég til dæmis lært að meta strangheiðarleg fjölskylduferðalög til Tenerife, þótt ég eigi enn eftir að læra að liggja í sólbaði. Ég stend mig samt oft að því að telja niður í að synir mínir verði nógu gamlir til að ég geti farið að þvæla þeim með mér í alvöruáskoranir og rækta upp í þeim heimshornaflakkara. Mér finnst ég hafa lært margar af mínum dýrmætustu lexíum á ferðalögum. “

Ferðalög innanlands að sumri til eru í sérlegu uppáhaldi hjá …
Ferðalög innanlands að sumri til eru í sérlegu uppáhaldi hjá Sigrúnu. Hér er hún og annar sonur hennar í sundlauginni við Birkimel á Barðaströnd. Ljósmynd/Aðsend

Svaf undir berum himni á Indlandi

Þegar Sigrún er spurð um eftirminnilegasta ferðalagið á hún erfitt með að velja. „Ég get alls ekki gert upp á milli nokkurra. Ég gleymi aldrei fjögurra daga fjallgöngu upp að Inkaborginni Machu Picchu í Perú. Verð líka að nefna reiðtúr á kameldýri yfir eyðimörkina á Norður-Indlandi þar sem við sváfum undir berum himni, þyrluflug yfir Miklagljúfur og mánaðarreisu um Asíu með vinahjónum þegar eldri sonur okkar var 18 mánaða. Svo lærði ég að kafa í Taílandi og man enn hvað mér fannst magnað að uppgötva þennan nýja heim neðansjávar.“

Sigrún ferðaðist áður gjarnan til fjarlægðra staða og bjóð oft …
Sigrún ferðaðist áður gjarnan til fjarlægðra staða og bjóð oft við frumlegar aðstæður en eftir að hún eignaðist syni sína hafa ferðalögin breyst. Hér er hún í Amazon frumskóginum Ljósmynd/Aðsend
Sigrún og gamall úlfaldi í Thar eyðimörkinni á Indlandi.
Sigrún og gamall úlfaldi í Thar eyðimörkinni á Indlandi. Ljósmynd/Aðsend





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert