Íslenskar knattspyrnustjörnur skelltu sér á Dion

Íslenskar knattspyrnustjörnur sáu Celine Dion í Boston.
Íslenskar knattspyrnustjörnur sáu Celine Dion í Boston. AFP

Hópur af íslenskum knattspyrnukonum skellti sér á tónleika söngdívunnar Céline Dion í Boston um helgina. Knattspyrnustjörnunnar fjölmenntu á tónleika Dion í TD Garden í síðkjólum að hætti Dion en söngkonan er núna á tónleikaferðalaginu Courage um heiminn. 

Á meðal þeirra sem fóru til Bandaríkjanna á tónleikana voru Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir og Elísa Viðarsdóttir. 

„Celine Dion, við erum mættar,“ skrifaði Margrét Lára á Instagram og birti myndband af hópnum ganga inn á leikvöllinn í aðeins öðruvísi klæðnaði en vanalega. 

View this post on Instagram

Celine Dion, við erum mættar 💃🏼

A post shared by Margrét Lára Viðarsdóttir (@mlv9) on Dec 14, 2019 at 5:29pm PST

Ferðalagið er ekki búið hjá þeim öllum þrátt fyrir að Dion sé komin í jólafrí og hlé á tónleikahaldi. Þær Hallbera, Fanndís og Lillý Rut héldu ferðalaginu áfram og eru nú komnar í afslöppun Cancún í Mexíkó. 

View this post on Instagram

Takk fyrir mig Celine Dion 🖤🤍🥂

A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) on Dec 15, 2019 at 5:31am PST

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert