Þetta vilja flugþjónar að farþegar geri oftar

Flugþjónar hafa skoðanir á hegðun fólks í háloftunum.
Flugþjónar hafa skoðanir á hegðun fólks í háloftunum. AFP

Flugþjónar eru ekki bara til staðar í flugvélum til að gefa farþegum hlý teppi og meiri bjór. Þeir eru um borð til þess að passa upp á öryggi flugfarþega. Nokkrir flugþjónar mæltu með nokkrum góðum ráðum á vef Insider sem flugþjónar vilja að flugfarþegar fari eftir. 

Mættu með eitthvað hlýtt

Það er kalt í flugvélum. Það er sterkur leikur að mæta með hlý föt eða gott teppi með sér. 

Gefðu þér tíma í tengiflug

Mælt er með að hafa góðan tíma til að skipta um flugvél. Það getur alltaf eitthvað komið upp á hvort sem það er lítil bilun eða töf vegna veðurs. 

Lestu skilmálana

Gott er að lesa smáa letrið áður en flugmiðar eru bókaðir. Þetta á sérstaklega við fólk sem þarf sérstaka þjónustu eða er jafnvel með sérstakar sætaóskir. Stórar fjölskyldur sem vilja sitja saman ættu til að mynda að bóka sæti. 

Sýndu þolinmæði

Flugþjónar þurfa að fara eftir öryggisreglum. Það þarf því að sýna smá þolinmæði þegar þeir koma ekki strax þegar sætisskylda er vegna ókyrrðar í lofti. 

Mættu með eigin mat

Flugþjónar mæla með að fólk mæti með sinn eigin mat og drykki, sérstaklega ef það er á sérstöku mataræði. 

Fylgstu með öryggisleiðbeiningum

Þrátt fyrir að farþegar hafi oft heyrt öryggisleiðbeiningarnar vilja flugþjónar að flugfarþegar fylgist með af athygli. Leiðbeiningarnar taka ekki mikið meira en fimm mínútur og þær skipta miklu máli ef eitthvað kemur upp á.

Gott er að fylgjast með öryggisleiðbeiningum.
Gott er að fylgjast með öryggisleiðbeiningum. AFP

Taktu heyrnartólin úr eyrunum

Þegar flugþjónar koma til að þjónusta fólk vilja þeir láta sýna sér virðingu. Það er því ætlast til að fólk taki heyrnartólin úr eyrunum þegar þeir tala við fólk. 

Þakka fyrir sig

Það gerir heilmikið fyrir flugþjóna þegar flugfarþegar þakka fyrir sig á leiðinni úr flugvélinni. 

Heilsaðu 

Farþegar ættu ekki að hunsa flugþjóna þegar þeir bjóða góðan daginn þegar farþegar ganga um borð. 

Ekki standa á ganginum

Gangurinn er eins og skrifstofa flugþjóna. Farþegar ættu að reyna sleppa því að standa of mikið upp, vera á ganginum eða geyma dót á ganginum. 

Hlýddu reglum um handfarangur

Um leið og farþegar svindla á reglum um handfarangur tekur það pláss frá öðrum flugfarþegum.

Ekki taka símann með á klósettið

Farþegar ættu að reyna að vera fljótir á klósettinu og þá hjálpar alls ekki að taka símann með á klósettið. Það er ekki gott þegar myndast röð á klósettið. 

Ekki vera á svæði flugþjóna

Það getur verið notalegt að setjast niður á svæði flugþjóna og byrja að spjalla. Þetta á samt ekki að gera. Flugþjónar vita að farþegar eru bara reyna fresta því að setjast í sæti sín. 

Sýndu þakklæti

Flugþjónar kunna að meta þegar farþegar sýna þakklæti sitt með því að gefa þeim súkkulaði eða jafnvel bara falleg skilaboð. 

mbl.is