Svona kennir þú krökkunum á ferðalaginu

Þegar börn eru tekin úr skóla vegna ferðalaga er það ábyrgð foreldranna að þau verði ekki eftir á í náminu. Mikilvægt er að undirbúa ferðalagið vel og búa til námsáætlun í samráði við kennara barnsins. Foreldrar geta líka nýtt sé ýmis önnur hjálpargögn ef þeir vilja halda börnunum við efnið á ferðalaginu. Hér eru dæmi um nokkra möguleika. 

Rafrænar námsbækur og verkefni

Menntamálastofnun heldur vefnum mms.is úti en markmið stofnunarinnar er meðal annars að sjá öllum grunnskólanemendum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum sem eru í samræmi við aðalnámskrá. Á vefnum er að finna ýmsar rafrænar námsbækur sem og rafræn verkefni bæði fyrir börn og unglinga.

Fjarkennsla í íslensku

Fyrirtækið Katla kennsla og ráðgjöf býður upp á fjarkennslu í íslensku og dönsku. Um einkatíma er að ræða og kennslan því sniðin að þörfum hvers og eins. Sjá nánar á katla.org.

Frí stærfræðikennsla

Frí kennsla fyrir alla hvar sem er í heiminum eru kjörorð Khan Academy. Mikil áhersla er lögð á stærfræði en það eru líka hægt að læra fleira á síðunni. Sjá nánar á khanacademy.org

Rafræn Snorra-Edda

Það er óþarfi að taka þykkar bækur eins og Snorra Eddu með í ferðalagið. Skoðið vefinn snorraedda.is. Þar er að finna rafræna útgáfu af Gylfaginningu og frásagnarkafla Skáldskaparmála úr Snorra-Eddu. Stærsti hluti textans hefur verið endurskrifaður á nútímamáli. Vefurinn er einnig hljóðbók og honum fylgja ýmis verkefni og gagnvirk próf. Aðgangur að vefnum kostar 1.890 kr.

Krækjulisti Garðaskóla

Garðaskóli hefur tekið saman mjög gott safn af áhugaverðum krækjum sem leiða notendur inn á fjölbreytta kennsluvefi og fræðandi vefsíður. Slóðin er gardaskoli.is/kraekjur. Listinn kemur öllum foreldrum vel á veg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »