Youtube-stjarna fangelsuð eftir pýramídaklifur

Vitaly Zdorovetskiy braut lög í Egyptalandi.
Vitaly Zdorovetskiy braut lög í Egyptalandi. Skjáskot/Instagram

YouTube-stjarnan Vitaly Zdorovetskiy segir á Instagram-síðu sinni að honum hafi verið hent í steininn á ferðalagi í Egyptalandi. Segist hann hafa klifrað upp á pýramída og í kjölfarið þurft að dúsa í fangaklefa í fimm daga. 

Ekki er langt síðan egypska þingið samþykkt lög þess efnið að bannað væri að klifra á þessum egypsku fornminjum í Giza. 

Zdorovetskiy lét sér þó ekki segjast og sagði frá fangelsisvistinni á Instagram um leið og hann birti mynd af sér uppi á pýramída. Hann segist oft hafa farið í fangelsi en upplifunin af fangelsinu í Egyptalandi hafi verið sérstaklega slæm. Handtakan var alveg þess virði skrifaði YouTube-stjarnan og segist ætla að birta myndband fljótlega. 

Hér sést YouTube-stjarnan klifra upp pýramída í Eygptalandi.
Hér sést YouTube-stjarnan klifra upp pýramída í Eygptalandi. Skjáskot/Instagram

Zdorovetskiy er þekktur fyrir ýmsan vitleysisgang. Hljóp hann meðal annars inn á fótboltavöll í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Brasilíu árið 2014. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert