Best að spyrja áður en sætinu er hallað

Það má halla sætinu ef maður spyr fyrst, segir Ed …
Það má halla sætinu ef maður spyr fyrst, segir Ed Bastian framkvæmdastjóri Delta. AFP

Eldheit umræða hefur spunnist á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að kona birti myndband þar sem má sjá farþega fyrir aftan hana hamast á sæti hennar eftir að hún hallaði því. Umræðan um hvort megi halla sætinu í flugvél hefur tekið á sig margar myndir og hafa næstum því allir eitthvað um málið að segja. 

Ed Bastian, framkvæmdastjóri Delta Air Lines, lagði lóð sín á vogarskálarnar um helgina í viðtali við CNBC þar sem hann sagði að vissulega hefðu farþegar réttinn til þess að halla sætinu. 

„Kurteislegast væri þó, ef þú ætlar að halla sætinu þínu, að spyrja hvort það sé í lagi áður en þú hallar því,“ sagði Bastian og bætti við að hann segði aldrei neitt þó manneskjan fyrir framan hann hallaði sætinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert