Svölustu hverfi Evrópu

Mörg svöl hverfi fara fram hjá ferðamönnum í Evrópu.
Mörg svöl hverfi fara fram hjá ferðamönnum í Evrópu. mbl.is/Colourbox

101 Reykjavík er ekki á lista The Guardian yfir tíu svöl hverfi í Evrópu. Einhver kann að setja út á valið en svölu hverfin eru vel valin og eiga það sameiginlegt að fara stundum fram hjá hinum almenna ferðamanni. 

Järntorget/Långgatorna í Gautaborg

Höfuðborgin Stokkhólmur er sögð reyna of mikið en Gautaborg er hins vegar náttúrulega svöl. Er sérstaklega mælt með Järntorget og Långgatorna. 

Háskólahverfið í Brussel

Hluti Brussel sem trekkir að ungt fólk og fólk með nýjar og spennandi hugmyndir. 

El Cabanyal í Valensía

Hverfið er fimm kílómetra austur af borginni. Síðustu ár hefur hverfið verið á uppleið en það fer þó fram hjá mörgum ferðamönnum. 

Bonfim í Portó

Hverfið er í göngufjarlægð frá miðbænum og vinsælt meðal ungra og skapandi einstaklinga. 

Neukölln í Berlín

Fyrir tíu árum þótti ekki mikið til hverfisins koma. Lág húsaleiga í hverfinu gerði það að verkum að skemmtilegur suðupottur listamanna, nema og innflytjenda myndaðist í hverfinu. 

Neukölln í Berlín er svalt hverfi.
Neukölln í Berlín er svalt hverfi. mbl.is/Colourbox

Powiśle í Varsjá 

Karnivalstemming er í hverfinu í góðu veðri á sumrin. 

Holešovice í Prag

Hverfið norður af miðborg Prag var hráslagalegt fyrir ekki svo löngu. Nú er hverfið lifandi með ótal verslunum, kaffihúsum og galleríum. 

Ostiense í Róm 

Hverfið var iðnaðarhverfi en hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Margir nemar búa í hverfinu sem er fullt af veitingastöðum.

Það er meira að sjá í Róm en aldagamalt hringleikahús.
Það er meira að sjá í Róm en aldagamalt hringleikahús. AFP

Dorćol í Belgrade

Kúlheitin öskra ekki á fólk í hverfinu en andrúmsloftið er sagt notalegt. Veitingahúsa- og barmenningin í hverfinu leggur gjarnan línurnar fyrir það sem koma skal í borginni. 

20. hverfið í París

Hverfið er þekkt fyrir kirkjugarð þar sem listamennirnir Oscar Wilde og Edith Piaf eru grafin. 

Það eru mörg heillandi hverfi í París.
Það eru mörg heillandi hverfi í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert