Pálmi gerir upp villu í Toskana

Pálmi lætur drauma sína rætast á Ítalíu.
Pálmi lætur drauma sína rætast á Ítalíu. Ljósmynd/Aðsend

„Ítalía er draumalandið fyrir þá sem elska góðan mat og vín,“ segir Pálmi Sigmarsson sem hefur búið á Ítalíu síðastliðin fjögur ár. Hann býr í Toskana-héraði og rekur þar villuna Colletto

Villan var byggð á fyrri hluta 19. aldar og á sér langa sögu. „Húsið var frægt aðsetur ríka og fræga fólksins á 19. öld og var þar þá veitingastaður og hótel. Í seinni heimsstyrjöldinni var húsið aðalbækistöðvar þýska hersins og síðar bandaríska hersins í lok stríðsins,“ segir Pálmi. 

Fyrri eigandi hússins var breski antiksalinn Robert Cannell sem hafði unnið að í því í mörg ár að gera húsið upp. Cannell lést áður en hann náði að klára verkið og keyptu Pálmi og sænskur vinur hans, Tom Olander, húsið af dánarbúinu árið 2016. 

Pálmi hefur búið á Ítalíu síðan 2016.
Pálmi hefur búið á Ítalíu síðan 2016. Ljósmynd/Colletto Villas
Ljósmynd/Colletto Villas

„Ég hef lengi haft mikla ást á Ítalíu og er auk þess mikill áhugamaður um mat og vín. Eftir að hafa búið í Bretlandi í 8 ár langaði okkur að breyta til og þegar við fundum þetta hús í Toskana ákváðum við að slá til og flytja til Ítalíu,“ segir Pálmi.

Síðastliðin ár hefur hann svo unnið að enduruppbyggingu húsanna á eigninni og leigir þau út til ferðamanna. Húsið opnaði fyrir gesti í apríl árið 2016 og hefur reksturinn gengið vel að sögn Pálma. „Við höfum í dag mikið af fastagestum sem koma ár eftir ár,“ segir Pálmi. 

Ljósmynd/Colletto Villas

Húsið stendur í 800 metra hæð, í um klukkustundar fjarlægð frá Flórens og er með fallegt útsýni til allra átta. Þar starfa 14 manns sem sjá um villuna og að gestum líði vel. Pálmi segir að þau hafi fengið töluvert af hópum frá Íslandi, meðal annars í stórafmæli og brúðkaup.

Sem fyrr segir er Colletto-villan um klukkustundar akstur frá Flórens. „Ítalir segja oft að þetta sé síðasta ítalska sveitin eins og þær voru hér á árum áður. Ítalir koma hingað sjálfir til að komast við snertingu við náttúruna. Það er ekki mikill túrismi hérna samanborið við hin svæðin á Ítalíu,“ segir Pálmi. 

Útsýnið er stórkostlegt.
Útsýnið er stórkostlegt. Ljósmynd/Colletto Villas
Ljósmynd/Colletto Villas

Þau hafa verið að færa út kvíarnar í rekstrinum og eru að fara opna nýtt hótel, Boutique Hotel Corona sem er skammt frá Bagni di Lucca. Á móti hótelinu stendur svo gamalt spa frá tímum Rómverja sem þau stefna á að opna í maí.

Á hótelinu verður veitingastaður sem þau ætla að opna í samstarfi við íslenska veitingastaðinn Gott en systir Pálma, Berglind Sigmarsdóttir, og eiginmaður hennar eiga og reka þann stað. 

Villan Colletto hefur fengið gríðarlega góðar umsagnir á vef Airbnb og hafa þau tíu sinnum fengið orðuna „superhost“.

HÉR getur þú lesið Ferðablað Morgunblaðsins.

Ferðablað Morgunblaðsins kom út á föstudaginn.
Ferðablað Morgunblaðsins kom út á föstudaginn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert