Kostir þess að ferðast innanlands

Aldeyjarfoss í Bárðardal.
Aldeyjarfoss í Bárðardal. mbl.is/RAX

Fæst erum við á leið til útlanda í sumar og eflaust eru einhverjir grautfúlir yfir því. Það þýðir þó ekki að dvelja lengi í óhamingjunni yfir því að geta ekki drukkið vatnsblandaðan bjór á amerísku ströndinni á Tenerife í sumar. Að ferðast um Ísland hefur marga kosti sem er gott að minna sig á nú í byrjun sumar. 

Þú þarft ekki að muna eftir vegabréfinu

Það eru margir sem hafa verið alveg ánippinu með að ná fluginu sínu til útlanda því þeir gleymdu vegabréfinu heima. Í sumar þarftu ekki að hafa áhyggjur af því hvar vegabréfið þitt er eða hvort það sé útrunnið. Þú getur einfaldlega hent einhverju niður í tösku og lagt af stað.

Vegabréfið má safna ryki í sumar.
Vegabréfið má safna ryki í sumar. mbl.is/Hjörtur

Þú þarft í flestum tilvikum ekki að hafa áhyggjur af tungumálaörðuleikum

Þegar við ferðumst um Ísland getum við í flestum tilvikum talað íslensku við allt afgreiðslufólk. Ef þú ert að lesa þetta má gera ráð fyrir að þú kunnir íslensku og því þarftu ekki að hafa áhyggjur. Ef afgreiðslufólk eða starfsfólk kann ekki íslensku má í flestum tilvikum redda sér með einfaldri ensku og algjör óþarfi að stressa sig. Og algjör óþarfi að vera ókurteis líka. 

Þú getur drukkið íslenskt vatn allan tímann

Íslenska vatnið okkar er einstakt og við getum notið þess endurgjaldslaust í flestum tilvikum þegar við ferðumst um landið okkar. Njótum þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af kranavatninu og kaupa marga lítra í næstu kjörbúð á Spáni. 

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölbreytt veður

Á Íslandi er hægt að upplifa allskonar veður á aðeins einum sólarhring. Það er fátt leiðinlegra en að upplifa engin veðurtilbrigði þegar maður flatmagar á sólarströndinni. 

Einfaldara að plana með stuttum fyrirvara

Þó það sé gott að vera búinn að panta gistingu fyrir stærstu ferðahelgar landsins þá er það ekki nauðsynlegt. Þú getur jafnvel bara pakkað niður í tösku hoppað út í bíl og elt góða veðrið hvert sem það leiðir þig. 

Sparar tíma

Þó við séum kannski ekki öll sérfræðingar í öllum sjávarplássum og uppsveitum Íslands, þá vitum við öll svona sirka hvar Akureyri, Egilsstaðir og Ísafjörður eru. Það getur oft tekið tíma að kynnast nýju landi og staðarháttum. Með því að ferðast innanlands þurfum við ekki að eyða jafn löngum tíma í að kynnast landinu, þó við getum klárlega kynnst landinu okkar upp á nýtt með því að ferðast um það í sumar. 

Dynjandi. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði skyggna, mynd 2a 6x7 Landslag …
Dynjandi. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði skyggna, mynd 2a 6x7 Landslag og mótíf 2 síða 5 röð 2a mynd birt fyrst 19980719 Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert