Bjarni Ben skellti sér á skíði á Snæfellsjökli

Bjarni og Þóra á leið á toppinn.
Bjarni og Þóra á leið á toppinn. Skjáskot/Instagram

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nýtti helgina í að ferðast innanlands. Bjarni skellti sér á skíði á Snæfellsjökli ásamt fríðu föruneyti. 

Bjarni birti mynd af sér og eiginkonu sinni Þóru Margréti Baldvinsdóttur á leið á topp jökulsins. Þau renndu sér svo niður í brakandi blíðu. „Snæfellsjökull toppaður í dásamlegu veðri, þvílíkt útsýni,“ skrifaði Bjarni við mynd sína á Instagram.

View this post on Instagram

Snæfellsjökull toppaður í dásamlegu veðri, þvílíkt útsýni.

A post shared by Bjarni Benediktsson (@bjarnibenediktsson) on May 16, 2020 at 9:47am PDT

mbl.is