Hringvegurinn á lista yfir bestu sýndarveruleikaferðalögin

Kannski verða fleiri erlendir ferðamenn á ferð um hringveginn í …
Kannski verða fleiri erlendir ferðamenn á ferð um hringveginn í sýndarveruleikanum í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Hinn íslenski hringvegur er á lista GoCompare yfir bestu sýndarveruleikaferðalögin. Auk hringvegarins eru Þjóðvegur 66, Trollstigen í Noregi og vegurinn frá Sydney til Byron Bay í Ástralíu á listanum. 

CoCompare er vefur sem gerir ferðalöngum kleift að bera saman kostnað við allt það sem tengist ferðalögum. Nú þegar miklar ferðatakmarkanir eru í gildi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins hefur vefurinn tekið saman hvaða leiðir er gaman að fara heima í stofu. 

Við sem búum á Íslandi erum svo heppin að geta keyrt hringveginn í raunveruleikanum í sumar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki farið að hugsa um ferðalög erlendis og kynnt okkur akstursleiðir sem eru á lista yfir þær fallegustu í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert