Tumi-töskurnar í notkun í ferðabanni

Anna Kaiser er þjálfari fræga fólksins. Hér er hún með …
Anna Kaiser er þjálfari fræga fólksins. Hér er hún með Tumi-töskuna sína eftir æfingu.

Í miðju ferðabanni eru margir að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að nota dýru fínu Tumi-ferðatöskurnar sem liggja í geymslunum og eru farnar að safna ryki. 

Anna Kaiser, þjálfari fræga fólksins, hefur fundið leið til að koma töskunum í notkun. Hún notar stífu hörðu töskurnar sem hjálpartæki í heimaleikfiminni. Ekki er víst hvort pallaleikfimin komist í tísku aftur en eitt er víst að fátt aðstoðar eins vel við að koma afturendanum í form og pallaleikfimi sem gerð er nokkrum sinnum í viku. 

Tumi-töskurnar hafa löngum þótt þær allra bestu á markaðnum í dag. Þar sem margir hafa ekki enn þá áhuga á að fara í ræktina má alltaf finna góð ráð til að halda í hefðirnar og halda sér í formi. 

Sjón er sögu ríkari. 

mbl.is