Þrjú ráð til að halda bílnum hreinum á ferðalagi

Hreinn bíll, hreinn hugur.
Hreinn bíll, hreinn hugur. Unsplash.com

Það er ekki góð tilfinning að ferðast um í bíl sem er illa lyktandi og óhreinn. Ferðavefurinn tók saman þrjú góð og einföld ráð til þess að hjálpa fólki að halda bílnum hreinum og fínum á ferðalagi.

  1. Hafðu bílinn hreinan til að byrja með. Þrífðu hann að innan sem utan áður en þú leggur af stað í langferð. Þá er auðveldara að viðhalda almennu hreinlæti á meðan á ferðalaginu stendur.
  2. Geymdu í bílnum úðabrúsa og tuskur til þess að hafa við höndina ef eitthvað skyldi klínast í bílinn.
  3. Settu skýrar reglur um hvað má borða í bílnum. Það getur reynst ómögulegt að banna börnum að borða í bíl í langferðum en það má hafa stjórn á því hvað sé borðað. Reyndu að leyfa aðeins mat sem skilur ekki eftir klístur og lit. Til dæmis bara vatn að drekka og engan ís.
mbl.is