Breyttu gömlum húsbíl í bíóhús á hjólum

Ítalinn Fabio Gianotti og eiginkona hans hafa notið mikilla vinsælda í Cuneo héraði á Ítalíu. Fyrir um fimm árum breyttu þau 40 ára gömlum húsbíl í kvikmyndahús á hjólum. Nú þegar kvikmyndahús eru víða lokuð vegna kórónuveirunnar ferðast þau um með kvikmyndahúsbílinn og sýna kvikmyndir fyrir fólk undir berum himni. 

Gianotti segir í viðtali við AFP að þau finni fyrir mun meiri áhuga en síðustu ár vegna kórónuveirunnar.

Kvikmyndahúsbíll.
Kvikmyndahúsbíll. AFP
Kvikmyndahúsbíllinn.
Kvikmyndahúsbíllinn. AFP
mbl.is