Robbie Williams flúði til fjalla

Robbie Williams dvelur nú í Sviss af ótta við COVID-19.
Robbie Williams dvelur nú í Sviss af ótta við COVID-19. mbl

Breski söngvarinn Robbie Williams segist hafa flutt tímabundið frá Bandaríkjunum til Sviss á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir. Þetta kom fram í viðtali við Steve Wright á BBC Radio 2. 

Í viðtalinu segir Williams að hann búi nú tímabundið uppi á fjalli í Sviss til þess að komast hjá því að smitast af COVID-19 og viðurkennir um leið að hann sé eilítið taugaveiklaður.

„Ég er smá taugaveiklaður og ég hugsaði með mér hvar ég gæti verið til þess að forðast veiruna. Þá datt mér í hug að búa á Mont Blanc í sex mánuði. Það er í raun mjög hlýtt hér og yndislegt.“

Þá segist hann ekki geta beðið eftir að fara aftur að vinna og koma fram en hann segir þennan tíma mjög erfiðan fyrir fólk í tónlistargeiranum.

„Þetta hefur mikil áhrif á tónlistargeirann. Ég er svo þakklátur fyrir það sem ég geri og ég get ekki beðið eftir að taka aftur til starfa. Ég elska tímann með fjölskyldunni; eiginkonunni og fjórum börnum – þetta er mikill gleðitími – en mig langar að komast út úr húsi og gera það sem ég elska að gera,“ segir Williams.

Hjónin hafa verið dugleg að birta myndir af sér í …
Hjónin hafa verið dugleg að birta myndir af sér í fallegu umhverfi Sviss. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert