Fór á mótórhjóli þvert yfir Ísland

Noraly Schoenmaker kennir slæmri upplýsingagjöf um að hún hafi ekki …
Noraly Schoenmaker kennir slæmri upplýsingagjöf um að hún hafi ekki farið í seinni skimun við kórónuveirunni. skjáskot/Instagram

Uppfært

Í fréttinni kom upphaflega fram að Schoenmaker hefði verið hér á landi á þeim tíma sem það var skylda fyrir alla sem komu til landsins að fara í seinni sýnatöku. Það er ekki rétt heldur kom hún til landsins í lok júlí en ekki ágúst. 

Youtube-stjarnan Noraly Schoenmaker, betur þekkt sem Itchy Boots á samfélagsmiðlum, kom hingað til lands í enda júlí. Hún fór í skimun við komu til landsins. Nokkrum dögum seinna ætlaði hún að fara í seinni skimunina en fann hvergi út úr því hvernig hún gæti það svo hún sleppti því. 

Hin hollenska Schoenmaker hefur verið að gera það gott á samfélagsmiðlum en hún hætti í vinnunni sinni og ákvað að ferðast um heiminn á mótorhjóli. Hún vinnur fyrir sér sem youtube-ari í dag og birtir stórkostleg myndbönd af ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum. 

Eftir fyrri skimunina var hún í sóttkví en ferðaðist þó um á mótorhjólinu. Meðferðis hafði hún tjald sem hún gisti í. Hún kom til landsins með Norrænu og ferðaðist þvert yfir landið. Hún reyndi fyrst að fara í seinni sýnatökuna á Akureyri en kom þá að lokuðum dyrum á frídegi verslunarmanna. Seinna reyndi hún að fara í skimun á Ísafirði en þá var henni tjáð að hún hefði þuft að koma klukkan 10. Hún ákvað því að sleppa skimuninni. Seinni skimun fyrir ferðamenn sem koma til landsins var ekki nauðsynleg þá.

Vegna skorts á upplýsingum fann hún ekki út úr því hvernig hún gæti farið í skimun. Hún ákvað því bara að sleppa því. Hún segir að hún hafi ekki fengið góðar leiðbeiningar og fyrir fram hafi hún ekki vitað að hún þyrfti að fara í seinni skimun. 

Schoenmaker er með yfir hálfa milljón fylgjenda á youtube-rás sinni. Í hennar fyrsta myndbandi frá Íslandi sýnir hún frá ferð sinni um Vestfirðina.

mbl.is